Fundarsköp

 

FUNDARSKÖP

 

Fundarsköp Flugvirkjafélags Íslands.

hammer

Skyldur og völd formanns.

Það er skylda formanns að gæta góðrar reglu og stjórna svo með­ferð mála, sem fyrir félaginu liggja, að þau geti sem greiðlegast náð heppilegum úrslitum. Hann skal leggja fram fyrir félagið hverja þá tillögu, sem á réttan hátt er fram komin og gefa mönnum kost á að taka til máls um hana. Að loknum umræðun eða ef enginn óskar að taka til máls, skal hann bera málið undir atkvæði og má þá enginn framar taka til máls um það.

2. Tillögur.

Enga tillögu má taka til umræðu fyrr en hún hefur verið studd af einhverjum félagsmanni og fundarstjóri hefur lesið hana upp. Allar tillögur skulu vera skriflegar. Nú fer tillaga fram á að fella eitthvað úr eða bæta einhverju inn í og skal þá fyrst lesa upp grein þá, er breyta skal eins og hún er, síðau skal lesa orðin, sem farið

er fram á að fella burt eða bæta inn í og síðan skal lesa upp greinina eins og hún yrði eftir breytinguna. Breytingartillögu skal jafnan bera undir atkvæði á undan aðaltillögu og sé um fjárhæðir að ræða, hefur sú tillaga forgangsrétt, sem hæst er. Séu breytingartillögur fleiri en ein, skal fyrst bera upp þá er síðast kom fram. Nú er beðið um að skipta tillögu sundur og bera hana upp í tvennu lagi og skal þá fundurinn skera úr því með atkvæðagreiðslu, hvort það skuli gert. Mál sem frestað hefur verið óákveðið má ekki taka aftur fyrir á sama fimdi.

3. Úrbætur.

Liggi fyrir fundi inntaka nýrra félaga, skal afgreiða það á undan öðrum dagskrárliðum. Þá er félagsmaður vill taka til máls, skal hann standa upp og ávarpa fundarstjóra. Hann skal halda sér við málefni það, sem til umræðu er og forðast allar málalengingar.  Nú standa tveir félagsmenn eða fleiri upp samtímis til að biðja sér hljóðs og sker þá fundarstjóri úr hver fyrst skuli taka til máls. Enginn má tala oftar en tvisvar við sömu umræðu sama máls nema flutnings- og framsögumem má   Þeir mega tala svo oft sem þeim þurfa þykir. Þó skal félagsmönnum heimilt að taka oftar til máls til að bera af sér ámæli, leiðrétta mis­skilning eða þess hátta, en ekki má hann tala lengur en 5 mínútur í senn.

Meðan félagsmaður er að halda ræðu, má enginn taka fram í fyrir honum nema til að biðja formann um leyfi til að koma með skýringu. Nú er félagsmanni leyft að koma með skýringu og má hann þá aðeins skýra misskilning á orðum, en ekki ræða efni málsins. Allt samtal sem ruglað getur þann sem er að tala, eða tálmar fundarstörf, skal talið brot á góðri reglu. Það skal vera regla að Ieiða ekki mikilsverð mál til lykta á fyrsta fundi sem þau koma fyrir, hafi þeirra ekki verið getið í fundarboði, nema úrskurður málsins þoli ekki bið að skaðlausu.

4. Atkvæðagreiðsla.

Atkvæðagreiðsla fer fram á þann hátt að hver félagsmaður réttir upp hægri hönd sína, er hann greiðir atkvæði. Fundarstjóri skipar tvo teljara og skýrir sjálfur frá niðurstöðum atkvæðagreiðslu eftir að atkvæða hefur verið leitað með eða á móti. Formanni er heimilt að láta skriflega atkvæðagreiðslu fara fram. Einnig geta þrír fundar­menn krafist skriflegrar atkvæðagreiðslu.

Fundarsköpum þessum má ekki breyta nema á aðalfundi Flugvirkja­félags Íslands og þarf 2/3 atkvæða þeirra sem á fundi   eru,  til þess að samþykkja breytingu.


Lög þessi öðlast þegar gildi.


Reykjavík, 20. mars 1969.

Endurskoðað í janúar 1976.

Endurskoðað í nóvember 1993.